Erlent

Fundu fikniefnagöng milli Mexíkó og Bandaríkjanna

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Mexíkó hafa fundið velútbúin um 500 metra löng jarðgöng undir landamærum landanna.

Göngin sem liggja frá vöruhúsi í Tijuana í Mexíkó til Otay Mesa í Kaliforníu voru notuð til fíkniefnasmygls en í þeim fundust yfir 20 tonn af marijúana.

Göngin voru útbúin með járnbrautarspori, loftræstingu og ljósakerfi. Samskonar göng en nokkru lengri fundust á milli Tijuana og Otay Mesa árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×