Innlent

Vaxtarsprotinn til Nox Medical

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti Sveinbirni Höskuldssyni, framkvæmdastjóra Nox Medical, Vaxtarsprotann í gær.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti Sveinbirni Höskuldssyni, framkvæmdastjóra Nox Medical, Vaxtarsprotann í gær.
Fyrirtækið Nox Medical hlaut fyrir helgi Vaxtarsprotann. Hann er viðurkenning sem veitt er árlega á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknarmiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík til sprotafyrirtækja.

Nox Medical var stofnað árið 2006. Fyrsta vara þess var svefngreiningartæki. Fyrirtækið meira en tífaldaði veltu sína milli áranna 2008 og 2009, úr 16,5 í 175 milljónir króna. Fyrirtækin Hafmynd, Menn og mýs og Valka fengu einnig viðurkenningu. - kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×