Erlent

Verður Júlían heiðursgestur?

Óli Tynes skrifar
Julian Assange
Julian Assange

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur með stolti og ánægju tilkynnt að það muni vera gestgjafi á hátíð Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) sem tileinkuð er frelsi fjölmiðla. Hátíðin verður haldin á næsta ári og yfirskrift hennar er: Fjölmiðlar á 21. öldinni, Ný landamæri, Nýjar hindranir.

Í tilkynningunni segir að nýjar tegundir fjölmiðla hafi gert einstaklingum um allan heim kleift að segja frá aðstæðum sínum, segja álit sitt á heimsviðburðum og skiptast á upplýsingum, við aðstæður sem stundum séu fjandsamlegar rétti einstaklinga til þess tjá sig.

Síðan segir orðrétt í tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins: „Um leið lýsum við áhyggjum okkar af einbeittum vilja sumra ríkisstjórna til þess að ritskoða og þagga niður í einstaklingum og til að takmarka frjálst flæði upplýsinga."

Líklega getur Julian Assange stofnandi WikiLeaks tekið undir þessar áhyggjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×