Erlent

30 ár frá dauða Lennons - hafði engan áhuga á að verða dauð hetja

30 ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur í New York af Mark Chapman, geðsjúkum aðdáanda. Lennons hefur verið minnst um allan heim í dag og meðal annars er hann á forsíðu Rolling Stone tímaritsins sem í tilefni af tímamótunum birtir áður óbirt viðtal sem tekið var við Lennon aðeins þremur dögum áður en hann var skotinn til bana.

Í viðtalinu fer Lennon meðal annars hörðum orðum um gagnrýnendur sem voru ósáttir við þá leið sem hann valdi sér eftir að Bítlarnir hættu störfum. „Það sem þeir vilja eru dauðar hetjur, eins og Sid Vicious og James Dean. Ég hef engan áhuga á að vera helvítis dauð hetja," segir Lennon í viðtalinu.

Þremur dögum síðar var hann allur.

Heimasíða Rolling Stone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×