Erlent

Hákarl réðst á fjóra ferðamenn

Óli Tynes skrifar

Strandgæslan í Egyptalandi leitar nú að hákarli sem talið er að hafi ráðist á fjóra ferðamenn síðastliðinn þriðjudag. Þeir voru að synda í skerjagarðinum í Rauðahafinu syðst á Sinai skaga. Hákarlinn beit handlegg af tveim ferðamannanna sem voru að synda saman.

Talið er að sami hákarlinn hafi svo ráðist á rússnesk hjón sem voru einnig saman á sundi. Hann beit konuna í fætur og bak og beit einnig manninn í fæturna. Flogið var með allt fólkið á sjúkrahús í Kaíró þar sem það liggur þungt haldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×