„Hlykkjaðist fram eins og ormur“ 16. apríl 2010 06:00 Létt yfir fólki Íbúar tóku umstanginu hæfilega alvarlega enda þaulvant fólk á ferð í þriðju rýmingu á skömmum tíma.mynd/egill bjarnason „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira