Innlent

Brot úr kjúklingabeini fannst í steiktum lauk

Erla Hlynsdóttir skrifar
Steiktur laukur frá Cronions í 100 gramma pakkningum hefur verið innkallaður
Steiktur laukur frá Cronions í 100 gramma pakkningum hefur verið innkallaður

Aðskotahlutur sem fannst í steiktum lauk frá Cronions er talinn hafa verið brot úr kjúklingabeini. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaeftirliti Reykjavíkurborgar er þetta mat Náttúrufræðistofnunar Íslands sem fékk hlutinn til rannsóknar. Beinbrotið var um 18 millimetrar á lengd og fannst hjá neytanda sem hafði keypt sér hundrað gramma pakkningu af steiktum lauk frá Cronions.

Nathan & Olsen hf., innflytjandi vörunnar, sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem varan var innköllluð. Þar sagði að varan væri í takmarkaðri dreifingu og í mjög litlu magni í matvöruverslunum.

„Neytendur eru beðnir um að skila inn viðkomandi vöru ef varan reynist vera með lotunúmerið LO:160 22:36 og best fyrir dagsetningu 09-02-11," sagði í tilkynningu.




Tengdar fréttir

Aðskotahlutur í steiktum lauk

Fundist hefur aðskotahlutur í einu 100 gramma boxi af steiktum lauk undir vörumerkinu Cronions. Vegna þessa hefur varan verið innkölluð af markaði. Vara þessi er í takmarkaðri dreifingu og í mjög litlu magni í matvöruverslunum. Neytendur eru beðnir um að skila inn viðkomandi vöru ef varan reynist vera með lotunúmerið LO:160 22:36 og best fyrir dagsetningu 09-02-11 til Nathan & Olsen hf. sem er innflytjandi vörunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan & Olsen hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×