Innlent

Opna fjöldahjálparstöðvar

Öskumökkur. Mynd/Reynir Örn Eyþórson
Öskumökkur. Mynd/Reynir Örn Eyþórson
Mikill öskumökkur er til suðurs yfir byggð undir Eyjafjöllum frá Sauðhúsvöllum austur fyrir Skóga og eins á söndunum þar fyrir austan. Eldingar eru í mekkinum, að fram kemur frá yfirvöldum.

Ákveðið hefur verið að opna fjöldahjálparstöðvar á Heimalandi, í Vík og á Klaustri fyrir þá sem eru búsettir á því svæði sem öskumökkurinn gengur yfir núna og óska þess að komast af heimilum sínum. Ekki er talin ástæða til að rýma bæi vegna öskufalls en rétt er að bjóða upp á þessa þjónustu.

Ráðleggingar til fólks þar sem öskufalls gætir:

- Nota öndunarfæragrímur utanhúss. Æskilegt að nota hlífðarföt.

- Séu öndunarfæragrímur ekki tiltækar má nota vasaklút eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá

- Ráðlagt að nota hlífðargleraugu

- Börn og fullorðnir með öndunarfærasjúkdóma skyldi halda sig innanhúss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×