Erlent

Farþegaskip í sjávarháska

Óli Tynes skrifar
Clelia II á reki.
Clelia II á reki. Mynd/AP

Argentínskt farþegaskip með 160 farþega um borð fékk á þriðjudag á sig gríðarlegan brotsjó þar sem það var á Drake sundu á heimleið frá Suðurskautinu. Við brotsjóinn stöðvuðust vélar skipsins og allt rafmagn fór af því þannig að það var sambandslaust við umheiminn. Skipið, Clelia II, rak stjórnlaust fyrir veðri og vindum í sólarhring meðan áhöfnin vann að bráðabirgðaviðgerðum.

Fyrir tilviljun kom þarna að skip frá National Geographic og skipverjum þar tókst að koma gervihnattasíma um borð í Cleliu sem náði þá loks sambandi við land. Argentinski flotinn sendi þá skip til móts við farþegaskipið. Búið er að koma að minnsta kosti annarri vélinni í gang og skipið er nú á hægri siglingu til Argentínu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×