Innlent

Vilja að kynferðisbrotadeild verði starfi sínu vaxin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ályktanir flokksráðs VG voru samþykktar í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Ályktanir flokksráðs VG voru samþykktar í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, haldinn í Reykjavík 19.-20. nóvember 2010, lýsir þungum áhyggjum vegna meðferðar kynferðisbrotamála innan lögreglunnar, í ljósi þess að aðeins 3-6% af þeim málum sem upp koma enda með sakfellingu. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar í lið undir yfirskriftinni „Kynferðisbrotadeild verði starfi sínu vaxin".

Þar segir að nýleg ummæli ríkissaksóknara og yfirmanns kynferðisafbrotadeildar, sem nýverið hafi snúið aftur til starfa, þar sem ábyrgð á kynferðisbrotum sé varpað yfir á þolendur, dragi úr trausti almennings á því að réttlátt og fagleg vinnubrögð séu viðhöfð innan réttarvörslukerfisins.

Flokksráðsfundur skorar á dómsmála- og mannréttindaráðherra að bæta meðferð kynferðisafbrotamála innan réttarvörslukerfisins og tryggja að brotaþolar geti undantekningarlaust treyst á sanngjarna meðferð þessara mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×