Erlent

Versta flugfélag í heimi

Lággjaldaflugfélagið Ryanair er versta flugfélag í heimi samkvæmt könnun þjónustumatsfyrirtækisins Zagat. Vélar flugfélagsins þykja óþægilegar og þjónustan slæm

Könnunin byggir á svörum átta þúsund flugfarþega út um allan heim. Könnunin mælir meðal annars þjónustu um borð, þægindi og stundvísi flugfélaga.

Bandaríska flugfélagið Continental fékk hæstu einkunn í hópi hefðbundinna flugfélaga en JetBlue í hópi lággjaldaflugfélaga. Singapore Airlines þykir hins vegar skara fram úr þegar horft er til allra flokka.

Kínversk flugfélög standa sig illa í könnuninni en þrjú kínversk flugfélög eru í hópi þeirra tíu verstu. Ekki liggur fyrir hvort könnunin náði til íslenskra flugfélaga.

Versta flugfélagið er lággjaldaflugfélagið Ryanair sem fékk aðeins fjögur komma sextán stig af þrjátíu mögulegum. Sætin þykja óþægileg, þjónustan vond og vélar flugfélagsins eru sjaldan á réttum tíma. Í öðru sæti á lista yfir verstu flugfélög heims er bandaríska flugfélagið Spirit Airlines og Easy Jet er í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×