Umfjöllun: Frömurum var refsað fyrir að klára ekki leikinn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 21. júní 2010 17:10 Fréttablaðið/Daníel Fram og Keflavík skildu jöfn í leik liðanna í 8. Umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Framarar voru betri á löngum köflum en Keflvíkingar uppskáru jöfnunarmark eftir mikla baráttu. Alan Sutej var í miðverðinum hjá Keflvíkingum þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson var ekki með. Brynjar Örn Guðmundsson var í vinstri bakverðinum og hann var greinilega sá sem sækja átti á í byrjun. Framarar sóttu án afláts fyrstu fimmtán mínúturnar, oft upp hægri kantinn og sköpuðu nokkur fín færi. Eftir aukaspyrnu utan af kanti kom eina mark hálfleiksins, Almarr Ormarsson tók aukaspyrnu og sendi inn í teig, Kristján Hauksson snerti boltann nóg til að trufla Ómar í markinu og staðan 0-1. Ómar virkaði óöruggur í markinu, hann greip nokkrum sinnum inn í án þess að grípa boltann og hann gat ekki spyrnt sjálfur út vegna meiðsla sinna. Sóknarleikur Keflvíkinga var slakur, þeir ógnuðu markinu nánast ekkert. Þeir náðu ekki upp neinu spili og sköpuðu ekkert. Staðan 0-1 í hálfleik fyrir Fram, verðskulduð staða. Lítið breyttist í seinni hálfleik. Jafnræði var með liðunum og fátt markvert gerðist. Keflvíkingar vildu fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd eins Framarans en ekkert var dæmt. Bæði lið fengu ágæt færi en Keflvíkingar færðu sig loks upp á skaptið um miðbik hálfleiksins og uppskáru jöfnunarmark. Magnús Sverrir skoraði þá með flottu skoti í markvinkilinn. Framarar skutu í stöngina og sköpuðu miklar hættur en það gerðu Keflvíkingar líka. Jafnræði var með liðunum út leikinn sem lauk með 1-1 jafntefli. Keflvíkingar geta vel við unað en Framarar hefðu átt að vera búnir að skora og tryggja sér sigur. Þeir voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar og betri fram að jöfnunarmarkinu. En barátta Keflvíkinga var góð og þeir uppskáru vel.Keflavík – Fram 1-1 0-1 Kristján Hauksson (3.) 1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (74.)Áhorfendur: 1162Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6Tölfræði:Skot (á mark): 8-13 (5-7)Varin skot: Ómar 4 – Hannes 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 22-18Rangstöður: 2-2Keflavík 4-3-3 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Andri Steinn Birgisson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Paul McShane 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (28. Magnús Þórir Matthíasson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 4Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6Kristján Hauksson 7* ML Hlynur Atli Magnússon 7 Sam Tillen 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 Tómas Leifsson 6 (80. Joe Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (80. Kristinn Halldórsson -) Ívar Björnsson 6 (80. Guðmundur Magnússon -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Fram og Keflavík skildu jöfn í leik liðanna í 8. Umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Framarar voru betri á löngum köflum en Keflvíkingar uppskáru jöfnunarmark eftir mikla baráttu. Alan Sutej var í miðverðinum hjá Keflvíkingum þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson var ekki með. Brynjar Örn Guðmundsson var í vinstri bakverðinum og hann var greinilega sá sem sækja átti á í byrjun. Framarar sóttu án afláts fyrstu fimmtán mínúturnar, oft upp hægri kantinn og sköpuðu nokkur fín færi. Eftir aukaspyrnu utan af kanti kom eina mark hálfleiksins, Almarr Ormarsson tók aukaspyrnu og sendi inn í teig, Kristján Hauksson snerti boltann nóg til að trufla Ómar í markinu og staðan 0-1. Ómar virkaði óöruggur í markinu, hann greip nokkrum sinnum inn í án þess að grípa boltann og hann gat ekki spyrnt sjálfur út vegna meiðsla sinna. Sóknarleikur Keflvíkinga var slakur, þeir ógnuðu markinu nánast ekkert. Þeir náðu ekki upp neinu spili og sköpuðu ekkert. Staðan 0-1 í hálfleik fyrir Fram, verðskulduð staða. Lítið breyttist í seinni hálfleik. Jafnræði var með liðunum og fátt markvert gerðist. Keflvíkingar vildu fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd eins Framarans en ekkert var dæmt. Bæði lið fengu ágæt færi en Keflvíkingar færðu sig loks upp á skaptið um miðbik hálfleiksins og uppskáru jöfnunarmark. Magnús Sverrir skoraði þá með flottu skoti í markvinkilinn. Framarar skutu í stöngina og sköpuðu miklar hættur en það gerðu Keflvíkingar líka. Jafnræði var með liðunum út leikinn sem lauk með 1-1 jafntefli. Keflvíkingar geta vel við unað en Framarar hefðu átt að vera búnir að skora og tryggja sér sigur. Þeir voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar og betri fram að jöfnunarmarkinu. En barátta Keflvíkinga var góð og þeir uppskáru vel.Keflavík – Fram 1-1 0-1 Kristján Hauksson (3.) 1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (74.)Áhorfendur: 1162Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6Tölfræði:Skot (á mark): 8-13 (5-7)Varin skot: Ómar 4 – Hannes 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 22-18Rangstöður: 2-2Keflavík 4-3-3 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Andri Steinn Birgisson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Paul McShane 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (28. Magnús Þórir Matthíasson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 4Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6Kristján Hauksson 7* ML Hlynur Atli Magnússon 7 Sam Tillen 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 Tómas Leifsson 6 (80. Joe Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (80. Kristinn Halldórsson -) Ívar Björnsson 6 (80. Guðmundur Magnússon -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira