Flugvélin er bylting í gosrannsóknum 19. apríl 2010 06:00 Fornar sagnir kveða á um að eldfjöll séu fordyri helvítis. Nýjasta tækni til myndatöku við erfið skilyrði virðist hafa sannað að svo sé. Myndin er tekin af jöklinum úr 2,5 kílómetra hæð. mynd/landhelgisgæslan Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í fyrrasumar en hefur þegar sannað gildi sitt. Þetta á ekki síst við um mikilvægi hennar til rannsókna á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli undanfarna daga og vikur. Er það mat vísindamanna að kynstrin öll af upplýsingum, sem nú hefur verið aflað, lægju ekki fyrir ef vélin hefði ekki verið keypt. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða frá gosbyrjun hefði upplýsingaöflun án vélarinnar verið erfið eða ómöguleg og snertir því einnig almannaöryggi. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir tilkomu flugvélarinnar byltingu. „Það verður að segjast eins og er að ef við hefðum ekki haft vélina þá værum við að meta þetta í blindni. Þarna hefur verið lítið eða ekkert skyggni en radarinn hefur gefið okkur góða mynd af yfirborði jökulsins. Bæði höfum við séð hvernig sprungan liggur, hvar sigkatlar hafa myndast og hvar gosið nær í gegn. Síðan höfum við séð hvernig vatnið flýtur að hluta á yfirborði jökulsins." Víðir segir að allir sem koma að öryggismálum hér á landi hafi vonast til að búnaður vélarinnar gæfi aukna möguleika. „En reynslan nú þegar hefur farið fram úr öllum okkar villtustu draumum." „Við erum að skrásetja ógrynni upplýsinga á hverjum degi sem annars hefðu einfaldlega ekki legið fyrir," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun. „Í raun gefur þessi tækni okkur alveg nýja sýn á eldgos hér á landi." Ármann útskýrir að með radartækni um borð í vélinni sjáist í gegnum gosmökkinn og því hafi verið hægt að skrásetja og mynda þróunina á gosopinu. „Við sáum til dæmis á miðvikudaginn hvernig gatið opnaðist og stækkaði svo jafnt og þétt. Þetta er galdur." Ármann telur að upplýsingarnar sem aflað hefur verið til þessa muni hafa mikið vægi í framtíðarrannsóknum á eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Þess utan sé hægt að vinna nýtt áhættumat af mun meiri nákvæmni en annars hefði verið. „Það er einfaldlega stórkostlegt að hafa aðgang að þessari vél sem er að mínu mati þegar orðin ómissandi."svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í fyrrasumar en hefur þegar sannað gildi sitt. Þetta á ekki síst við um mikilvægi hennar til rannsókna á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli undanfarna daga og vikur. Er það mat vísindamanna að kynstrin öll af upplýsingum, sem nú hefur verið aflað, lægju ekki fyrir ef vélin hefði ekki verið keypt. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða frá gosbyrjun hefði upplýsingaöflun án vélarinnar verið erfið eða ómöguleg og snertir því einnig almannaöryggi. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir tilkomu flugvélarinnar byltingu. „Það verður að segjast eins og er að ef við hefðum ekki haft vélina þá værum við að meta þetta í blindni. Þarna hefur verið lítið eða ekkert skyggni en radarinn hefur gefið okkur góða mynd af yfirborði jökulsins. Bæði höfum við séð hvernig sprungan liggur, hvar sigkatlar hafa myndast og hvar gosið nær í gegn. Síðan höfum við séð hvernig vatnið flýtur að hluta á yfirborði jökulsins." Víðir segir að allir sem koma að öryggismálum hér á landi hafi vonast til að búnaður vélarinnar gæfi aukna möguleika. „En reynslan nú þegar hefur farið fram úr öllum okkar villtustu draumum." „Við erum að skrásetja ógrynni upplýsinga á hverjum degi sem annars hefðu einfaldlega ekki legið fyrir," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun. „Í raun gefur þessi tækni okkur alveg nýja sýn á eldgos hér á landi." Ármann útskýrir að með radartækni um borð í vélinni sjáist í gegnum gosmökkinn og því hafi verið hægt að skrásetja og mynda þróunina á gosopinu. „Við sáum til dæmis á miðvikudaginn hvernig gatið opnaðist og stækkaði svo jafnt og þétt. Þetta er galdur." Ármann telur að upplýsingarnar sem aflað hefur verið til þessa muni hafa mikið vægi í framtíðarrannsóknum á eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Þess utan sé hægt að vinna nýtt áhættumat af mun meiri nákvæmni en annars hefði verið. „Það er einfaldlega stórkostlegt að hafa aðgang að þessari vél sem er að mínu mati þegar orðin ómissandi."svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira