FME sendi mál fyrrverandi stjórnenda til sérstaks saksóknara Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 19. október 2010 18:35 Fjármálaeftirlitið sendi í dag mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun fyrrverandi stjórnenda Landsbankans til sérstaks saksóknara. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi beitt markaðinn langvarandi blekkingum. Fyrir um ári sendi Fjármálaeftirlitið mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Fjármálaeftirlitið hefur frá þeim tíma rannsakað meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Bankarnir keyptu því bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum sjálfum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Landsbankinn mun fara þar á eftir en Fjármálaeftirlitið sendi nú í dag mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans til sérstaks saksóknara. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi beitt markaðinn blekkingum í allt að fimm ár. Ábyrðin er talin liggja hjá stjórnendum bankans sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að meðal þeirra mála sem tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins sé m.a. viðskipti Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans um kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði þó að eftir að fjölgað hefði verið í rannsóknarteymi eftirlitsins væri nú von á að fleiri stór mál yrðu send til sérstaks saksóknara á næstunni. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira
Fjármálaeftirlitið sendi í dag mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun fyrrverandi stjórnenda Landsbankans til sérstaks saksóknara. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi beitt markaðinn langvarandi blekkingum. Fyrir um ári sendi Fjármálaeftirlitið mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Fjármálaeftirlitið hefur frá þeim tíma rannsakað meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Bankarnir keyptu því bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum sjálfum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Landsbankinn mun fara þar á eftir en Fjármálaeftirlitið sendi nú í dag mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans til sérstaks saksóknara. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi beitt markaðinn blekkingum í allt að fimm ár. Ábyrðin er talin liggja hjá stjórnendum bankans sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að meðal þeirra mála sem tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins sé m.a. viðskipti Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans um kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði þó að eftir að fjölgað hefði verið í rannsóknarteymi eftirlitsins væri nú von á að fleiri stór mál yrðu send til sérstaks saksóknara á næstunni.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira