Innlent

Jarðskjálftar við Herðubreið

Herðubreið.
Herðubreið. Mynd / Björn Böðvarsson

Jarðskjálfti upp á 3,1 á richter varð í morgun nærri Herðubreið. Samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands þá voru upptök skjálftans um 2,6 kílómetra VNV af Herðubreiðartöglum.

Þá varð einnig vart við skjálfta í nótt á svipuðum slóðum en þá mældist skjálftinn 2,9 á richter. Annar skjálfti skók jörðu í gær á sama stað. Sá skjálfti mældist 1,9 á richter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×