Erlent

Berlusconi vann stórfelldan sigur

Óli Tynes skrifar
Hehehehehe.
Hehehehehe.

Báðar deildir ítalska þingsins felldu í dag vantrauststillögu á ríkisstjórn Silvios Berlusconis forsætisráðherra. Hann situr því sem fastast í embætti. Öldungadeild þingsins felldi tillöguna með þægilegum meirihluta en aðeins munaði þrem atkvæðum í neðri deildinni.

Þetta er stórfelldur pólitískur sigur fyrir forsætisráðherrann sem hefur legið undir látlausum árásum síðustu misserin. Ekki síst vegna kvennamála sinna. Margir leiðandi fjölmiðlar og stjórnmálamenn voru þegar búnir að afskrifa hann. En sá hlær best sem síðast hlær og Berlusconi hló hátt þegar hann gekk út úr þinghúsinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×