Erlent

Mikil spenna ríkir á Ítalíu í dag

Mikil spenna ríkir á Ítalíu en í dag mun neðri deild ítalska þingsins greiða atkvæði um vantraust á Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins.

Talið er að tillagan um vantraust verði samþykkt og að í framhaldinu muni Berlusconu boða til þingkosninga.

Lögreglan í Róm er með mikinn viðbúnað við þinghúsið. Búið er að girða af stórt öryggissvæði umhverfis húsið til að tryggja að mótmælendur stormi ekki þar inn. Atkvæðagreiðslan verður um hádegisbilið að okkar tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×