Innlent

Karl og kona alvarlega slösuð eftir slys á Norðurlandsvegi

Karl og kona slösuðust alvarlega í umferðarslysi á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu um sjö leytið í gærkvöldi.

Sjúkrabílar frá Blönduósi og Hvammstanga voru sendir á vettvang ásamt tækjabíl, en ástand hinna slösuðu var metið svo að þau þyrftu að komast á hátæknisjúkrahús svo kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti þá og flutti á Landsspítalann í Reykjavík.

Upphaflega rann bíll hinna slösuðu útaf. Menn í öðrum bíl komu þeim til hjálpar og drógu bílinn upp á veg og út í kant. Þá bar að bíl, sem var að fara fram úr öðrum, og ók hann á manninn og konuna, sem stóðu við bíl sinn, og hafnaði svo utan vegar.

Aðrir nærstaddir náðu að forða sér. Umferðartafir urðu á leiðinni, en aðgerðum lögreglu á vettavngi lauk tveimur klukkustundum eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×