Erlent

Fimmtugasta salmonellusmitið

Grunur leikur á að salmonellusmit sé komið upp í kjúklingum frá Matfugli ehf og er verið að rannsaka það nánar. Ef svo reynist vera er þetta fimmtugasta smittilfellið í kjúklingum hér á landi á árinu. Verið er að innkalla vöruna og ef einhver hefur keypt kjúklinga úr framleiðslunni, sem verið er að skoða, getur sá gengið úr skugga um það með að skoða rekjanleikanúmer á vörunni.

Það má bera saman við númer frá fyrirtækinu, sem sjá má á visir.is. Norskir sérfræðingar eru væntanlegir til landsins á næstu dögum til að kanna óvenju háa tíðni salmonellusmita í kjúklingum hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×