Viðskipti erlent

SAS tapaði 18 milljörðum á tveimur mánuðum.

Jón Hákon Halldórsson skrifar
SAS flugfélagið tapaði gríðarlegum fjárhæðum. Mynd/ AFP.
SAS flugfélagið tapaði gríðarlegum fjárhæðum. Mynd/ AFP.
SAS flugfélagið tapaði 730 milljónum danskra króna á fyrstu tveimur mánuðum árins. Það samsvarar tæpum átján milljörðum íslenskra króna.

Tap flugfélagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins í fyrra nam 7,7 milljörðum íslenskra króna. Tapið er að stórum hluta rekið til óhagstæðs gengis, segir danski viðskiptavefurinn Börsen.

Í áætlun fyrir þetta ár var gert ráð fyrir tapi upp á 760 milljónir danskra króna, 18,2 milljörðum íslenskra, á fyrsta ársfjórðingi. Tapið nam 677 milljónum, 16,2 milljörðum íslenskra, á fyrsta ársfjórðungi i fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×