Erlent

Vill ekki fá Kóran klerkinn í heimsókn

Óli Tynes skrifar
Terry Jones; Ekkert á móti múslimum.
Terry Jones; Ekkert á móti múslimum.

Innanríkisráðherra Bretlands íhugar að banna bandaríska prestinum Terry Jones að koma til landsins til að flytja fyrirlestur. Terry Jones sem á sér fimmtíu manna söfnuð í heimalandinu komst í heimsfréttirnar þegar hann hótaði að brenna Kóraninn, helga bók múslima, til þess að minnast árásanna á Bandaríkin í september síðastliðnum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands segir að heimsókn Jones muni ekki þjóna hagsmunum landsins.

Terry Jones sagði í viðtali við Sky fréttastofuna að þeir hefðu ekkert á móti múslimum. Það sem þeir væru á móti væru hin ströngu sharia lög og múslimar sem ekki vildu virða stjórnarskrá Bandaríkjanna. Jones ætlar að flytja fyrirlestur á vegum hægri sinnaðra samtaka sem kalla sig English Defense League.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×