Segja annað gilda um starfið á Íslandi 19. nóvember 2010 06:00 Félagsskapurinn sem festi kaup á Ýmishúsinu undir starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi er tengdur fyrirhugaðri mosku í Tromsö. Sömu aðilar standa á bak við sjálfseignarstofnunina Islamic Endowment Center in Iceland, sem festi nýlega kaup á Ýmishúsinu við Skógarhlíð, og verkefni um að byggja mosku í Tromsö í Noregi. Hætt var við bygginguna í Tromsö þar sem norsk stjórnvöld gátu ekki uppfyllt kröfur fjárfesta frá Sádi-Arabíu, en talsmaður Menningarseturs múslima á Íslandi segir málum ólíkt farið hér á landi. Tarjei Skirbekk, pólitískur ráðgjafi í norska utanríkisráðuneytinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að málið í Tromsö hefði í raun strandað á fjárfestunum. „Sádi-arabísku fjárfestarnir þurftu skriflega yfirlýsingu frá norskum stjórnvöldum um að moskan, sem reist yrði fyrir fé frá Sádi-Arabíu, fengi að starfa í samræmi við sádi-arabískar reglur. Það eru sádi-arabísk stjórnvöld sem setja fjárfestunum þetta skilyrði ef þeir hyggjast senda fé úr landi til að fjárfesta í moskum í öðrum ríkjum.“ Yfirlýsingu af því tagi vildu norsk stjórnvöld ekki gefa út, og segir Skirbekk sádi-arabísku fjárfestana þess vegna hafa hætt við. „Það er almenn regla hjá okkur að gefa ekki út slík leyfi,“ segir Skirbekk. Hann tekur þó fram að norsk stjórnvöld eigi í góðu sambandi við stjórnvöld í Sádi-Arabíu og Espen Barth Eiden aðstoðarutanríkisráðherra hafi tekið málið upp við þau þegar hann átti erindi til Sádi-Arabíu. Þarlend stjórnvöld sýni afstöðu norskra stjórnvalda fullan skilning. Fréttablaðið hafði samband við Hussein Aldaoudi, sem er einn af aðstandendum Islamic Endowment Center in Iceland og fleiri verkefna á Norðurlöndum, en hann vildi ekki tjá sig um málið. Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarseturs múslima á Íslandi, sem verður með starfsemi í Ýmishúsinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að fjármagn til kaupa á húsnæðinu kæmi úr styrktarsjóði óháð sádi-arabískum stjórnvöldum. „Við þiggjum ekki fé frá Sádi-Arabíu. Féð kemur úr styrktarsjóðum sem eru notaðir til að hjálpa fátækum eða í verkefni eins og að byggja skóla eða moskur.“ Karim segir að starf Menningarseturs og Islamic Endowment Center in Iceland sé unnið í samvinnu við stjórnvöld og í raun sé ekkert að vanbúnaði að hefja starfsemi. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um málið til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis en fékk ekki svör áður en blaðið fór í prentun. thorgils@frettabladid.is gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira
Sömu aðilar standa á bak við sjálfseignarstofnunina Islamic Endowment Center in Iceland, sem festi nýlega kaup á Ýmishúsinu við Skógarhlíð, og verkefni um að byggja mosku í Tromsö í Noregi. Hætt var við bygginguna í Tromsö þar sem norsk stjórnvöld gátu ekki uppfyllt kröfur fjárfesta frá Sádi-Arabíu, en talsmaður Menningarseturs múslima á Íslandi segir málum ólíkt farið hér á landi. Tarjei Skirbekk, pólitískur ráðgjafi í norska utanríkisráðuneytinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að málið í Tromsö hefði í raun strandað á fjárfestunum. „Sádi-arabísku fjárfestarnir þurftu skriflega yfirlýsingu frá norskum stjórnvöldum um að moskan, sem reist yrði fyrir fé frá Sádi-Arabíu, fengi að starfa í samræmi við sádi-arabískar reglur. Það eru sádi-arabísk stjórnvöld sem setja fjárfestunum þetta skilyrði ef þeir hyggjast senda fé úr landi til að fjárfesta í moskum í öðrum ríkjum.“ Yfirlýsingu af því tagi vildu norsk stjórnvöld ekki gefa út, og segir Skirbekk sádi-arabísku fjárfestana þess vegna hafa hætt við. „Það er almenn regla hjá okkur að gefa ekki út slík leyfi,“ segir Skirbekk. Hann tekur þó fram að norsk stjórnvöld eigi í góðu sambandi við stjórnvöld í Sádi-Arabíu og Espen Barth Eiden aðstoðarutanríkisráðherra hafi tekið málið upp við þau þegar hann átti erindi til Sádi-Arabíu. Þarlend stjórnvöld sýni afstöðu norskra stjórnvalda fullan skilning. Fréttablaðið hafði samband við Hussein Aldaoudi, sem er einn af aðstandendum Islamic Endowment Center in Iceland og fleiri verkefna á Norðurlöndum, en hann vildi ekki tjá sig um málið. Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarseturs múslima á Íslandi, sem verður með starfsemi í Ýmishúsinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að fjármagn til kaupa á húsnæðinu kæmi úr styrktarsjóði óháð sádi-arabískum stjórnvöldum. „Við þiggjum ekki fé frá Sádi-Arabíu. Féð kemur úr styrktarsjóðum sem eru notaðir til að hjálpa fátækum eða í verkefni eins og að byggja skóla eða moskur.“ Karim segir að starf Menningarseturs og Islamic Endowment Center in Iceland sé unnið í samvinnu við stjórnvöld og í raun sé ekkert að vanbúnaði að hefja starfsemi. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um málið til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis en fékk ekki svör áður en blaðið fór í prentun. thorgils@frettabladid.is gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira