Erlent

Breiðþota nauðlenti í Singapore eftir að hreyfill sprakk

Breiðþota, af gerðinni Aribus 380, á vegum Qantas flugfélagsins nauðlenti á alþjóðaflugvellinum í Singapore í nótt eftir að sprenging varð í einum af fjórum hreyflum hennar.

Sprenging gerðist skömmu eftir flugtak en breiðþotan var á leið frá Singapore til Sidney í Ástralíu. 459 manns voru um borð í þotunni, þar af 26 manna áhöfn. Engann sakaði um borð.

Ekki er vitað afhverju hreyfill þotunnar sprakk. Sex brunabílar voru til taks á flugvellinum og úðuðu þeir eldvarnafroðu yfir þotuna strax að lendingunni lokinni en reyk lagði undan öðrum væng hennar í lendingunni.

Samkvæmt tilkynningu frá Airbus hafa allar 380 þoturnar sem nú eru í notkun verið kyrrsettar þar til rannsókn er lokið á þessu óhappi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×