Innlent

Rangir aðilar dæmdir í Geirfinnsmálinu

Í dag eru 36 ár frá hvarfi Geirfinns Einarssonar. Rannsóknarlögreglumaður segir ranga aðila hafa verið dæmda í málinu, og er sannfærður um að einhver sem enn sé á lífi, viti í raun hvað gerðist.

Bókin 19. nóvember kom út í dag en þar segir Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, frá örlagaríkum atburðum sem tengjast þessum degi árið 1974, deginum sem Geirfinnur hvarf við Hafnarbúðina í Keflavík. „Ég var sveitalögga í Keflavík þegar þetta var og var við upphaf rannsóknarinnar fram í júní 75."

Haukur segist sannfærður um þeir sem hlutu dóma í málinu, séu saklausir og hann hafi styrkst í þeirri trú sinni með árunum.

Haukur segir margar kenningar hafa komið fram í málinu og á síðustu dögum hafi fjölmargir sett sig í samband við sig. Hann vonar að sannleikurinn komi í ljós einn daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×