Erlent

Ástkonur tilbúnar að vitna gegn Svíakóngi

Óli Tynes skrifar
Karl Gústaf og Sylvía drottning.
Karl Gústaf og Sylvía drottning.

Ný bók um Karl Gústaf konung Svíþjóðar hefur valdið miklu uppámi í landinu. Þar er því meðal annars haldið fram að konungur hafi margsinnis haldið frahjá Sylvíu drottningu. Hann hafi einnig tekið þátt í svallveislum og sótt vafasöm klúbbhús bæði heima og erlendis. Sænska hofið hefur gefið í skyn að höfðað verði mál gegn höfundunum, sem eru þrír talsins.

Í bókinni er meðal annars byggt á frásögnum kvenna sem segjast hafa sængað hjá konunginum. Þær eru ekki nafngreindar. Að sögn höfunda er það vegna þess að þær lifi nú venjulegu lífi, sumar eigi fjölskyldur.

Höfundarnir virðast þó hafa reynt að baktryggja sig fyrir málaferlum. Einn höfundanna, Deanne Rauscher, segir við sænska Aftonbladet að þrjár kvennanna séu tilbúnar að koma fyrir rétt og staðfesta að rétt með farið í bókinni.

Rauscher segir að þær séu að vísu hræddar, en hafi samt lofað að bera vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×