Innlent

Paul Potts: Spenntur fyrir Íslandi og fílar Phil Collins

Söguna um Paul Potts þekkja allir. Símasölumaður frá Bristol á Englandi sem heillaði heimsbyggðina með flutningi sínum á laginu Nessum Dorma í sjónvarpsþættinum Britains got talent. Hann hefur nú gefið út þrjár sólóplötur sem selst hafa í milljónum eintaka.

Hann kemur fram á fernum jólatónleikum Björgvins Halldórssonar um helgina og segist spenntur. Hann elskar jólin og Phil Collins.

Hægt er að horfa á viðtal sem Breki Logason fréttamaður tók við Paul Potts, rétt eftir að hann lenti hér á landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×