Innlent

Sóttvarnarlæknir róaði íbúa fyrir austan

Karen D. Kjartansdóttir skrifar
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir mætti á fundinn.
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir mætti á fundinn.
Íbúafundur var haldinn í gærkvöldi á Kirkjubæjarklaustri vegna sorpbrennslustöðvarinnar í bænum en grunur leikur á að mengun frá henni kunni að ógna heilsu íbúanna. Til fundarins mætti Haraldur Briem sóttvarnarlæknir auk fulltrúa Matvæla- og Umhverfisstofnunnar. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segja að það hafi róað fólk mjög að heyra sóttvarnarlækni fullyrða að lítil sem engin hætta safaði af brennslunni.

Einkum hefur verið óttast um heilsu grunnskólabarna en sorpbrennslan á Kirkjubæjarklaustri er tengd íþróttahúsinu og skólanum á staðnum þar sem stöðin er notuð til kyndingar.

Sverrir Gíslason, er fjárbóndi á staðnum og á eitt barn á grunnskólaaldri og tvö á leikskólaaldri. Hann segir að margir íbúar hafi verið orðnir stressaðir vegna þessa máls. Eftir fundinn hafi flestir verið orðnir rólegri enda virðist hættan nánast engin að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis.

„Hann fullyrti bara að hér væri ekki hættulegt að búa og að að heilsu fólks væri ekki stefnt í voða. Það væri alveg klárt mál," segir Sverrir.

Hann segir þó að íbúar vilji fá endanlegar niðurstöður úr mælingum á staðnum en bráðabirgðarniðurstöður sem kynntar voru íbúum í gær hafi þó gefið mjög jákvæðar vísbendingar um að ekkert væri að óttast.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×