Innlent

Besti árangur á lestrarprófi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lesskilningur hefur aldrei verið betri, samkvæmt könnuninni. Mynd/ Getty.
Lesskilningur hefur aldrei verið betri, samkvæmt könnuninni. Mynd/ Getty.
Um 71% nemenda í öðrum bekk í grunnskóla geta lesið sér til gagns samkvæmt þeim viðmiðum sem sett hafa verið. Þetta sýnir könnun sem gerð var á lesskilningi síðasta vor. Þetta er besti árangur frá upphafi lesskimana sem hófust í grunnskólum borgarinnar árið 2002. Af þeim 1.241 nemanda í öðrum bekk sem tók lesskimunarprófið töldust 875 þeirra geta lesið sér til gagns. Aftur á móti náðu 366 nemendur í 36 grunnskólum ekki þessum árangri eða 29% og þarf sá hópur stuðning í lestri með einstaklingsáætlun eða einstaklingsnámskrá.

Í sumar skoðaði Menntasvið Reykjavíkurborgar hvort fylgni væri milli árangurs í lesskimun í 2. bekk og árangurs á samræmdu könnunarprófi í íslensku í 4. bekk. Þegar meðaltal úr lesskimun í öllum skólum borgarinnar á átta ára tímabili var borið saman við meðaltal úr samræmdum könnunarprófum í íslensku í 4. bekk, kom í ljós jákvæð fylgni. Árangur í lesskimun gefur því vísbendingu um árangur á samræmdu könnunarprófi í íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×