Innlent

Átján mánaða fangelsi eftir árásartilraun á lögreglumenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tæplega þrítugur Austfirðingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fjögurra lögreglumanna í maí síðastliðnum og að hafa gert tilraunir til meiriháttar líkamsárásar á einn þeirra.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa hent hnefastórum steini að höfði lögreglumannsins en steinninn fór framhjá honum. Hann hótaði jafnframt að smita lögreglumennina af lifrarbólgu. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa tekið sér sporjárn í hendur heima hjá sér og ætlað að skaða lögreglumann með því. Hann var hins vegar sýknaður af þeim ákærulið því ekki þótti sannað að hann hafi ætlað að bana lögreglumanninum með sporjárninu.

Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var fundinn sakhæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×