Erlent

Górillutvíburar komu í heiminn í Rúanda

Kabatwa með krílin sín tvö.
Kabatwa með krílin sín tvö.
Górillumamman Kabatwa eignaðist á dögunum tvíbura en slíkt mun vera afar sjaldgæft. Tvíburarnir litlu fæddust þriðja febrúar síðastliðinn á verndarsvæði Górilla í Rúanda. Þetta mun vera í fimmta skiptið sem tvíburagórillur fæðast í landinu frá því menn fóru að fylgjast með þessum mögnuðu skepnum en síðast gerðist það árið 2004. Górillumæður eignast eitt afkvæmi á fjögurra ára fresti að meðaltali. Górillum á svæðinu hefur fjölgað töluvert á síðustu þrjátíu árum en á tímabili voru dýrin í útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×