Innlent

Viðræður ríkisstjórnar og eigendur HS Orku hefjast í dag

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.

Viðræður ríkisstjórnarinnar við eigendur HS Orku um aðkomu hins opinbera að fyrirtækinu hefjast í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ítrekað gefið til kynna að eignarnám komi til greina nái ríkisstjórnin ekki fram markmiðum sínum.

Í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í gær lagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hins vegar áherslu á að viðræðurnar myndu snúast um styttingu leigutíma HS Orku á jarðvarmaauðlindum úr 65 árum. Nefndi Katrín í því sambandi að Orkustefnunefnd hefði lagt til að leigutíminn yrði 25 til 30 ár og nefnd á vegum forsætisráðherra hefði lagt til 30 til 40 ára leigutíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×