Innlent

Ráðuneytið ræður fólki frá ferðalögum til Egyptalands

Á annað hundrað manns hafa látið í mótmælunum í Egyptalandi á liðinni viku
Á annað hundrað manns hafa látið í mótmælunum í Egyptalandi á liðinni viku
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist náið með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér.

Á annað hundrað manns hafa látist í mótmælunum sem staðið hafa þar yfir undanfarna viku. Þúsundir Egypta mótmæla nú á götum úti í stærstu borga landsins og sem fyrr krefjast þeir að Hosni Mubarak láti af völdum sem forseti.

Mikið er um rán og gripdeildir í landinu samhliða mótmælunum, brotist hefur verið inn í fjölda verslana sem og þjóðminjasafnið í Kaíró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×