Innlent

Svíar hafa réttindi af Íslendingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv Friðleifsdóttir spurði velferðaráðherra út í málefni Íslendinga í Svíþjóð í dag.
Siv Friðleifsdóttir spurði velferðaráðherra út í málefni Íslendinga í Svíþjóð í dag.
Dæmi eru um að íslenskir námsmenn í Svíþjóð hafi lent í því að fá ekki þær félagslegu bætur sem þeir eiga rétt á samkvæmt norrænum samningi um félagsleg réttindi. Um er að ræða fæðingarorlof og húsaleigubætur. Þetta kom fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Siv sagði að slík mál hefðu verið kærð til viðeigandi stofnana í Svíþjóð og von væri á svörum vegna þess í dag. Siv spurði Guðbjart Hannesson velferðarráðherra hvernig hann hygðist bregðast við ef Íslendingarnir fengu ekki þær bætur sem þeir ættu rétt á samkvæmt milliríkjasamningum.

Guðbjartur sagði að hann hefði ekki kynnt sér þetta mál ítarlega og að beðið væri eftir úrskurði vegna kæru íslensku námsmannanna. Guðbjartur sagði að það væri alveg ljóst að ef það tækist ekki að leysa þetta mál af hálfu Sjúkratrygginga Íslands, og embættismanna í velferðarráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu þá yrðu þau tekin upp á pólitískum vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×