Eins og Alþingishúsið hefði veðrast í öld Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2011 13:45 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis. Þrifin á Alþingishúsinu eftir þingsetningu og stefnuræðu í fyrra voru eins og húsið hefði veðrast eitt hundrað ár, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún segir í góðu lagi að fólk mótmæli við þessi tækifæri svo framarlega sem það beiti ekki ofbeldi eða skemmi eignir. Mótmælin í gær við þingsetningu voru nokkuð hörð. Mótmælendur hentu eggjum og öðrum aðskotahlutum í þingmenn og lögreglu, sem varð meðal annars til þess að einn þingmaður féll í götuna. Aftur hefur verið boðað til tunnumótmæla á morgun. „Ég vonast til að þetta verði gert friðsamlega þannig að bæði fólki og verðmætum sé hlíft. Því það vill missa marks ef fólk er með eyðileggingu eða skaðar fólk við að sýna afstöðu sína," segir Ásta Ragnheiður. Ásta Ragnheiður vekur sérstaklega athygli á því hve viðkvæmt Alþingishúsið er. „Það þolir mjög illa ágang eins og eggjakast eða annað. Þetta er gamalt hús og hreingerningin í fyrra hafði þau áhrif að það var eins og veðrun á húsinu í heila öld. Þetta er það gljúpur steinn sem það er byggt úr, að þegar það er verið að henda eggjahvítu í það að þá er mjög erfitt að þrífa hana af," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að Alþingishúsið sé verðmæti í eigu allrar þjóðarinnar. Það beri því að sýna húsinu virðingu og ganga um það sem slíkt. Ásta Ragnheiður er stuttorð en skýrorð þegar hún er spurð út í atburði gærdagsins. „Ég vona bara að þeir endurtaki sig ekki," segir Ásta Ragnheiður. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þrifin á Alþingishúsinu eftir þingsetningu og stefnuræðu í fyrra voru eins og húsið hefði veðrast eitt hundrað ár, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún segir í góðu lagi að fólk mótmæli við þessi tækifæri svo framarlega sem það beiti ekki ofbeldi eða skemmi eignir. Mótmælin í gær við þingsetningu voru nokkuð hörð. Mótmælendur hentu eggjum og öðrum aðskotahlutum í þingmenn og lögreglu, sem varð meðal annars til þess að einn þingmaður féll í götuna. Aftur hefur verið boðað til tunnumótmæla á morgun. „Ég vonast til að þetta verði gert friðsamlega þannig að bæði fólki og verðmætum sé hlíft. Því það vill missa marks ef fólk er með eyðileggingu eða skaðar fólk við að sýna afstöðu sína," segir Ásta Ragnheiður. Ásta Ragnheiður vekur sérstaklega athygli á því hve viðkvæmt Alþingishúsið er. „Það þolir mjög illa ágang eins og eggjakast eða annað. Þetta er gamalt hús og hreingerningin í fyrra hafði þau áhrif að það var eins og veðrun á húsinu í heila öld. Þetta er það gljúpur steinn sem það er byggt úr, að þegar það er verið að henda eggjahvítu í það að þá er mjög erfitt að þrífa hana af," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að Alþingishúsið sé verðmæti í eigu allrar þjóðarinnar. Það beri því að sýna húsinu virðingu og ganga um það sem slíkt. Ásta Ragnheiður er stuttorð en skýrorð þegar hún er spurð út í atburði gærdagsins. „Ég vona bara að þeir endurtaki sig ekki," segir Ásta Ragnheiður.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira