Erlent

Allt að 30 ára fangelsi fyrir fölsk skilaboð á Facebook

JHH skrifar
Það borgar sig að vera ekkert að plata á Facebook. Mynd/ afp
Það borgar sig að vera ekkert að plata á Facebook. Mynd/ afp
Blaðakona og kennari í Mexíkó gætu átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi vegna skilaboða sem þau sendu á Twitter og Facebook um að hryðjuverkamenn hefðu ráðist á skóla í borginni. Skilaboðin reyndust ekki á rökum reist.

Skilaboðin ollu mikilli skelfingu á meðal foreldra margra barna í borginni Veracruz, eftir því sem AP fréttastofan greinir frá. Margir foreldrarnir hlupu til og óku á ofsahraða í skólana til barna sinna til þess að sækja þau.

Í einu skilaboðanna frá kennaranum skrifaði hann að vopnaðir menn hefðu tekið tvö skólabörn í gíslingu og væri á leið í aðra skóla til þess að taka fleiri gísla. Blaðakonan og kennarinn segja að þau hafi bara verið að miðla upplýsingum sem þau hafi fengið annarsstaðar frá og hafi ekki haft neinar fyrirætlanir um að valda skelfingu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×