Innlent

Vill að borgin veiti umsögn um kvótafrumvarpið

JHH skrifar
Hanna Birna vill að borgin veiti umsögn um kvótafrumvarpið.
Hanna Birna vill að borgin veiti umsögn um kvótafrumvarpið.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að gerð verði úttekt á áhrifum breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu á atvinnulíf í Reykjavík. Einnig að farið verði fram á það að Reykjavíkurborg veiti Alþingi umsögn sína um málið með hliðsjón af hagsmunum Reykjavíkur. Tillaga þessa efnis var lög fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í dag að tillaga um þessa úttekt hafi verið flutt í borgarráði í lok júní, en hafi ekki enn verið afgreidd enn.  Hagsmunaaðilar og mörg sveitarfélög hafi aftur á móti sent Alþingi umsagnir sínar, þar sem bent er á ýmsa vankanta frumvarpsins og áhrif þess á uppbyggingu í atvinnulífi og lífskjör í landinu, þar með talið Reykjavík. 

Hanna Birna sagði að þetta aðgerðar- og afstöðuleysi meirihlutans bæri vott um „algjört áhugaleysi meirihlutans á brýnu atvinnumáli í Reykjavík“. Það vekti auk þess upp spurningar um hvort borgaryfirvöld væru uppteknari við að verja áherslur ríkisstjórnarinnar en hagsmuni borgarbúa.

Hanna Birna benti einnig á mikilvægi sjávarútvegs fyrir Reykjavík og sagði að 20 % aflaverðmætis kæmi til hafnar í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×