Erlent

Með stærstu eyru í heimi

Harboru
Harboru mynd/Guinnes World Records
Hundurinn Harbour var á dögunum skráður í heimsmetabók Guinnes en það var gert vegna eyrnanna á hvutta. Þau eru ekkert venjuleg og hafa verið skráð sem stærstu hundaeyru í heiminum.

Það mætti halda að Harbour gæti bara tekist á loft ef hann hleypu nógu hratt en vinstra eyrað á honum er 31,1 cm og það hægra 34,3 cm. Eigandinn segir að hundurinn sé orðinn þekktur í heimabæ sínum, Boulder, í Colorado í Bandaríkjunum.

„Bílar sem keyra hérna fram hjá stoppa og fólk tekur myndir af Harbour. Fólk togar í eyrun á honum en það líkar honum ekki,“ segir Jennifer Wert. „Flesta daga gleymi ég hversu sérstök eyrun á honum eru. Hann kemur fólki til að brosa hvert sem við förum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×