Innlent

Hvetja foreldra til þess að fræða börnin - ekki hræða

Kópavogur. Mennirnir voru síðast í Kópavogi.
Kópavogur. Mennirnir voru síðast í Kópavogi.
Stjórn Heimilis og skóla vill árétta fyrir foreldrum að leggja sig fram við að fræða börnin sín á hreinskilinn hátt um þær hættur sem geta falist í samskiptum sínum við ókunnuga en á þess þó að hræða þau.

Ástæðan fyrir áréttingu Heimilis og skóla, eru tilkynningar sem hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum um að tveir menn hafi reynt að lokka börn upp í bíl til sín.

Aðferðirnar hafa verið heldur ógeðfelldar, meðal annars var logið að einu barninu að foreldri þess hefði slasast. Svo buðust þeir til þess að aka barninu á spítala þar sem foreldrið  átti að vera.

Stjórn heimilis og skóla árétta að sum börn eru það kvíðin að þau tilkynna skólanum og foreldrunum  um alla þá karlmenn sem eru nálægt grunnskólunum jafnvel þó að þeir hafi ekki neitt illt í hyggju. Sum eru skelfingu lostin, treysta sér jafnvel ekki í skólann aftur, eru andvaka eða þurfa að leita sálfræðings. Því þarf að ræða við börnin af yfirvegun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×