Erlent

Arftaki Pavarottis lést í Vespuslysi

Licitra var sagður næsta stórstjarna óperuheimsins.
Licitra var sagður næsta stórstjarna óperuheimsins. Mynd/AP
Ítalski tenórinn Salvatore Licitra lést í gærkvöldi af völdum höfuð- og brjóstáverka sem hann hlaut þegar hann ók Vespu sinni á steinvegg á Sikiley í síðasta mánuði. Licitra var oft kallaður arftaki Pavorottis og var honum spáð miklum frama á óperusviðinu. Hann komst fyrst í sviðsljósið árið 2002 þegar hann leysti Pavarotti af í óperunni Tosca hjá Metrópólitan í New York.

Hann var hjálmlaus þegar hann lenti í slysinu og hafði honum verið haldið sofandi á spítala. Licitra var 43 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×