Innlent

Settu vegfarendur í stórhættu

bíllinn er gjörónýtur Bíllinn lenti á ljósastaur og tók hann með sér nokkuð hundruð metra. Loka þurfti fyrir umferð á slysstað í nokkrar stundir.
bíllinn er gjörónýtur Bíllinn lenti á ljósastaur og tók hann með sér nokkuð hundruð metra. Loka þurfti fyrir umferð á slysstað í nokkrar stundir. Fréttablaðið/Valli
Karlmaður slasaðist þegar hann missti stjórn á bíl sínum í ofsaakstri á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um sjöleytið í gærkvöldi. Bíllinn lenti á ljósastaur og valt nokkuð hundruð metra.

Maðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild Landspítalans. Að sögn læknis virtist ekki um alvarleg meiðsl að ræða.

Að sögn lögreglu voru tveir bílar í kappakstri og höfðu verið í töluverðan tíma þegar slysið varð. Ökumaður hins bílsins stakk af og var hans leitað í gærkvöld. Margir sjónarvottar voru að slysinu og segir lögregla þeim hafa blöskrað athæfi ökumannanna tveggja, enda hafi nærstaddir vegafarendur verið í hættu vegna háskaakstursins. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×