Fótbolti

Mótlætið fer í taugarnar á Maradona

Lið Diego Maradona í Sádi Arabíu, Al Wasl, hefur ekki gengið sem skildi upp á síðkastið og mótlætið er byrjað að fara í taugarnar á þjálfaranum. Maradona var alveg brjálaður út í þjálfara Al Ain eftir að Al Ain hafði lagt Al Wasl af velli, 1-0.

Fagnaðarlæti þjálfara Al Ain fóru verulega í pirrurnar á Maradona sem lét kollega sinn heyra það.

"Það er ekki rétt að haga sér svona og það er óásættanlegt að menn hagi sér svona í nútímafótbolta," sagði Maradona reiður.

Stuðningsmenn Al Ain gerðu sér síðan lítið fyrir og grýttu grjóti í stuðningsmenn As Wasl er þeir yfirgáfu leikvanginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×