Innlent

Flugslysaæfingunni lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna æfingarinnar. Mynd/ Hari.
Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna æfingarinnar. Mynd/ Hari.
Flugslysaæfingunni sem fram fór á Hornafjarðarflugvelli í dag er lokið. Hún gekk vel að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni. Þar var verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið var að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð og aðstoðaði þá sem eru á vettvangi við æfinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×