Innlent

Jón Gnarr í moltugerð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr sýndi moltugerð í Öskjuhlíðinni í morgun. Mynd/ Frikki.
Jón Gnarr sýndi moltugerð í Öskjuhlíðinni í morgun. Mynd/ Frikki.
Öskjuhlíðadagurinn fer fram í dag. Jón Gnarr borgarstjóri tók daginn snemma og ákvað að reyna fyrir sér í moltugerð.

Dagskrá Öskjuhlíðardagsins er hluti af samstarfi Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um uppbyggingu og velferð Öskjuhlíðar með það að markmiði að hún verði áfram og sífellt betri útivistarperla Reykjavíkur.

Dagskráin er margbreytileg, en meðal annars er boðið upp á fjölskyldugöngu um Öskjuhlíðina, sjóbað í Nauthólsvík og siglingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×