Innlent

Lögregluembætti ekki sameinuðu á Vestfjörðum og Vesturlandi

Vikið hefur verið frá hugmyndum um sameiningu lögregluembætta á Vesturlandi og Vestfjörðum, en þess í stað verða embættin á Vesturlandi eingöngu sameinuð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is.

Fundarmenn á aðalfundi Lögreglufélags Vesturlands, sem haldinn var í Stykkishólmi þann 19. apríl síðastliðinn, fagna þessari niðurstöðu. Í nýjum drögum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í frumvarpi til laga um breytingar á lögreglulögum er hins vegar hvergi að finna eftirlaunapakkann sem hann hafði lofað lögreglumönnum. Í ályktun Lögreglufélags Vesturlands er lýst yfir áhyggjum af þessu.

Þar segir að innanríkisráðherra hafi, á fundi með lögreglustjórum og lögreglumönnum á Vesturlandi í Borgarnesi í febrúar sl., sagt að frumvarp um fækkun og stækkun lögregluembætta yrði ekki lagt fram nema með þeim eftirlaunapakka sem lögreglumönnum hafi verið lofað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×