Innlent

Kjaraviðræður halda áfram í dag

Samningamenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífisins náðu ekki að ganga endanlega frá nýjum kjarasamningi í gærkvöldi og gerðu hlé á fundi sínum laust fyrir miðnætti. Ráðgert er að hefja viðræður aftur með morgninum.

Launahækkanir, sem greint var frá í gærvköldi standa óbreyttar, en eftir er að ganga frá ýmsum örðum málum eins og að færa lífeyrisréttindi launþega á almenna markaðnum nær því sem eru hjá opinberum starfsmönnum.

Samningurinn nær til um það bil hundrað þúsund launþega í ASÍ, að sjómönnum undanskildum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×