Formúla 1

FIA framlengdi frest Barein til 3. júní

Fernando Alonso vann mótið í Barein árið 2010.
Fernando Alonso vann mótið í Barein árið 2010. Mynd: Getty Images/Mark Thompson
FIA, aþjóðabílasambandið tilkynnti í kvöld að bílasambandið í Barein og mósthaldarar á Barein brautinni fái frest til þriðja júní að sækja aftur um að halda Formúlu 1 mót í Barein á þessu ári. Fyrri frestur til til umsóknar rann út í gær, en mótið átti upphaflega að fara fram 15. mars. Því var frestað vegna pólitísks ástands í landinu.



Ákvörðun FIA var tekinn eftir samskipti á milli yfirvalda í Barein og FOM, sem er fyrirtæki sem Bernie Ecclestone er í forsvari fyrir og hann hefur umsjón með því hvar mót fara fram. Mótshaldarar í Barein höfðu lýst yfir áhuga á því að halda mót í framtíðinni með tilkynningu í gær, en talsmaður mótshaldara sagði í gær að í forgangi væri að koma málum landsins í samt lag, eftir að pólitískt ástand í landinu varð til þess að mótinu sem átti að vera 15. mars var frestað. Mótshaldarar hafa nú lengri tíma ti að skoða hvort hægt verður að koma móti á laggirnar á árinu, en akstursíþróttaráð FIA fundar í Barcelona á Spáni þann þriðja júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×