Umfjöllun: Fyrsti sigur Stjörnunnar í Garðabæ í sumar Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 6. júní 2011 13:20 Mynd/Stefán Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 ) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 )
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35
Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45