Erlent

Köben á kafi

Mikið vatn er á götum Kaupmannahafnar eftir mikla rigningu síðustu daga.
Mikið vatn er á götum Kaupmannahafnar eftir mikla rigningu síðustu daga. Mynd/TV2
Vatnsmikil flóð voru í Kaupmannahöfn í gærkvöld og í morgun. Mörgum götum var lokað og rafmagn fór af húsum þegar vatn flæddi inn í kjallara á svæðinu.

Ástæðan er gífurlegt úrhelli í borginni og nærliggjandi svæðum síðustu daga.

Sérstakar sveitir vinna hörðum höndum að því að dæla vatni af hraðbrautum til að tryggja greiðar samgöngur, en danskir fjölmiðlar segja menn setja sig í nokkra hættu við þau verk vegna mikils vatnsmagns á brautunum.

Mörgum hraðbrautum og götum var lokað í morgun og danska veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun um að von gæti verið á öðru úrhelli í Kaupmannahöfn og öðrum stöðum á Sjálandi síðar í kvöld. Þá var Tívólí-skemmtigarðinum lokað í gær og lestarsamgöngur um Kaupmannahöfn fóru úr skorðum vegna flóðana. Þó hafa lestir gengið á áætlun á milli aðalbrautarstöðvarinnar í Kaupmannahöfn og Kastrup flugvallar í dag.

Úrkoman hefur enn ekki haft nein teljandi áhrif á flug til og frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×