Erlent

Valdaskipti í Tíbet - Dalai Lama ekki lengur við stjórnvölinn

Dalai Lama blessar Lobsang Sangay í vígsluathöfn nýja forsætisráðherrans. Dalai Lama verður þó áfram trúarlegur leiðtogi landsins.
Dalai Lama blessar Lobsang Sangay í vígsluathöfn nýja forsætisráðherrans. Dalai Lama verður þó áfram trúarlegur leiðtogi landsins.
Hinn 43 ára gamli Lobsang Sangay var í nótt svarinn í embætti forsætisráðherra tíbetsku rikisstjórnarinnar, og tekur þar með við af Dalai Lama sem pólitískur leiðtogi Tíbets.



Sangay, sem er menntaður í Harvard skóla í Bandaríkjunum, hefur aldrei áður stigið fæti inn í landið. Hann hefur svarið þess eið að berjast gegn nýlendustefnu Kínverja, en kínverskir herir réðust inn í landið og útnefndu það loks kínverskt landsvæði árið 1956. Samkvæmt fréttavef BBC óttast sumir að Sangay muni leita róttækari leiða í deilunum við Kína.

Dalai Lama mun áfram gegna hlutverki andlegs leiðtoga landsins, en í ræðu sinni leitaðist Sangay við að vísa á bug áhyggjum um að dauði Dalai Lama gæti markað enda hreyfingarinnar sem hann hefur leitt frá því hann flúði landið árið 1959.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×