Erlent

Heimili Amy Winehouse verður miðstöð góðgerðarfélags

Húsið er í Camden í London.
Húsið er í Camden í London.
Foreldrar Amy Winehouse, sem lést á dögunum eftir sukksamt líferni, hafa ákveðið að breyta heimili hennar í höfuðstöðvar góðgerðarfélags í hennar nafni sem ætlað er að aðstoð ungmenni sem stríða við fíkniefnavanda.

Húsið er tíu herbergja villa í Camden í norður London þar sem Winehouse ólst upp. Samtökin verða formlega sett á laggirnar þann fjórtánda september næstkomandi en þá hefði Winehouse orðið 28 ára gömul, hefði henni enst aldur til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×